ImageOn
Efni: kopar- járn- eða álplötur, ljósnæm filma, ætingarlitur, grafikpappír.
Ljósmynd unnin t.d. í Photoshop og prentuð út á glæru.
Ljósnæm filma (ImageOn) er límd á plötu.
Lýst er í gegnum glæruna á plötuna með útfjólubláu ljósi í tiltekinn tíma.
Framkallað með vatni og þvottasoda.
Litur borinn á plötuna og þrykkt í grafikpressu á grafikpappír.